Ríkið mun bregðast við gjaldtöku

Ferðamenn í Haukadal.
Ferðamenn í Haukadal. mbl.is/Ómar

Ríkið hyggst bregðast við tilkynningu annarra eigenda að sameiginlegu svæði umhverfis Geysi um gjaldtöku frá 10. mars og unnið er að viðbrögðum.

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins en þar segir einnig að það sé mat ríkisins að ekki sé heimilt að selja inn á svæðið.

Í svarinu ítrekar ráðuneytið svör sín við fyrirspurn Morgunblaðsins frá 29. október síðastliðnum en þar kom m.a. fram að íslenska ríkið ætti um 23 þúsund fermetra í hjarta hverasvæðisins við Geysi en á þeim bletti væri að finna „flestar þær náttúruperlur sem gefa svæðinu gildi og aðdráttarafl eins og Geysir, Strokkur og Blesi“.

Aðgangur almennings að landinu, þ.ám. nauðsynlegur aðgangur að séreign ríkisins, hefði verið venjuhelgaður og án gjaldtöku um margra áratuga skeið og breyting þar á yrði ekki tekin einhliða af öðrum landeigendum á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert