Ferðamenn á Íslandi

Girða við Skógafoss

í gær Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. Meira »

Telja Íslandsferðum muni fækka 2018

17.5. Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Studiosus sem bjóða upp á Íslandsferðir búast við að verðið muni fæla fólk frá því að bóka ferð til Íslands á næsta ári. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túristi.is og segir þar að þetta sé nú þegar orðin raunin hjá bresku ferðaskrifstofunni Discover the World. Meira »

Ferðaþjónustan fagnar sjávarútvegsnefnd

10.5. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, um að skipa þverpólitíska nefnd til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni til framtíðar. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar. Meira »

Sveitarfélög verða af miklu fé

2.5. Mikilvægt er fyrir sveitarfélög að fylgjast með útbreiðslu heimagistingar, bæði til að verða ekki af tekjum og einnig til að standa með íbúunum. Þetta segir Hermann Valsson, ráðgjafi hjá Icelandalastminute ehf. Meira »

Mikið virðingarleysi stjórnvalda

28.4. Samtök ferðaþjónustunnar gera skýlausa kröfu um að áformaðar breytingar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar verði að fullu dregnar til baka. Samtökin segja að með minni fjárráð muni ferðamenn einungis stoppa styttra og halda sig á suðvesturhorni landsins. Meira »

Hótel verða rekin með tapi

26.4. Kristófer Oliversson, eigandi CenterHotels-keðjunnar í Reykjavík, segir hótelgeirann verða rekinn með tapi ef fyrirhugaðar hækkanir á virðisaukaskatti verða að veruleika. Meira »

Ferðamenn stytta dvölina á Íslandi

23.4. Meðaldvöl útlendinga hér á landi styttist á síðasta ári og fór úr fjórum og hálfri nótt niður í 3,8 nætur. Vefsíðan Túristi.is greinir frá þessu. Meira »

Fleiri efast um skattahækkun

18.4. Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattkerfinu og bætist þar með í hóp nokkurra þingmanna flokksins sem lýst hafa yfir áhyggjum af fyrirætlunum um að hækka skattinn á ferðaþjónustuna. Meira »

Hækkunin verst fyrir landsbyggðina

15.4. „Okkur finnst ráðamenn þjóðarinnar ekki sýna ferðaþjónustunni nægan skilning þar sem verið er að heimfæra stöðuna á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á allt landið, hvað varðar fjölda ferðamanna og dreifingu þeirra yfir árið,“ segir Friðrik Árnason, eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík, um þau áform ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt Meira »

Hart deilt á hækkun

15.4. Óánægja er með fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu meðal nokkurra þingmanna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Fyrst og fremst brot á mannasiðum

5.4. „Þetta er náttúrlega fyrst og fremst brot á almennum mannasiðum,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Selfossi, um gjörðir erlends ferðamanns sem gekk örna sinna við póstkassa bæjarins Fljótsdals í Fljótshlíð í gær. Meira »

73% þeirra gistu

3.4. Ferðaþjónustutengd velta í Mývatnssveit árið 2015 nam rúmlega þremur milljörðum og 73% erlendra ferðamanna sem heimsóttu Höfn í Hornafirði gistu á svæðinu og meðalútgjöld ferðamanna á Húsavík nam rúmlega 13.300 krónum á sólarhring. Meira »

„Þingvellir væru í rúst“

22.3. Náttúrupassi eða aðgangseyrir við einstaka staði eru tvær leiðir sem bæði stuðla að dreifingu ferðamanna og tekjuöflun. Komugjöld eða gistináttagjald leiða okkur ekki að báðum markmiðum. Þjóðgarðsvörður kvíðir því ef Þingvellir verða settir undir miðlægan sjóð og segir „glápgjaldsumræðuna“ úrelta. Meira »

Meiddist á hendi við Gullfoss

21.3. Ferðamaður þurfti á aðhlynningu að halda eftir að hafa dottið í hálku og meiðst á hendi við Gullfosskaffi í dag.  Meira »

Kosta Ríka stóðst flóðbylgju ferðamanna

16.3. Ferðaþjónustan í Kosta Ríka fór í gegnum ævintýralegt vaxtarskeið þegar ferðamönnum þar fjölgaði að meðaltali um 14% á ári, á árunum 1986 til 1994. Þetta segir Roberto Artavia Loria, varaforseti Social Progress Imperative-stofnunarinnar, sem halda mun fyrirlestur þessa efnis á ráðstefnunni What Works 2017 í Hörpu í apríl. Meira »

Æfðu hópslys ferðamanna á jökli

í fyrradag Hátt í sjötíu manns tóku þátt í æfingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, lögreglu og Landhelgisgæslu þar sem líkt var eftir því að hópur fólks hefði lent í snjóflóði og þaðan farið ofan í jökulsprungu. Meira »

SAF eru fylgjandi bílastæðagjöldum

15.5. Samtök ferðaþjónustunnar eru fylgjandi gjaldtöku fyrir hvers konar virðisaukandi þjónustu, m.a. bílastæðagjöldum. Kemur þetta fram í tilkynningu frá SAF en fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp til laga um breytingar á umferðarlögum sem snúa að bílastæðagjöldum. Meira »

Meira en 40% aukning milli ára

2.5. Sextán flugfélög flugu reglulega frá Íslandi í síðasta mánuði sem er lítil aukning frá því í fyrra en í heildina fjölgaði ferðunum hins vegar um meira en 40 prósent. Meira »

Vísbending um viðbrögð við genginu

30.4. Ferðamönnum, sem komu til landsins í febrúar, fjölgaði um 44% samkvæmt tölum Ferðamálastofu, en á sama tíma fjölgaði heildargistinóttum á hótelum ekki nema um 17% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Meira »

Þýskir óska eftir verðlækkun

26.4. Þráinn Lárusson, eigandi Hótels Hallormsstaðar og Hótels Valaskjálfs, segir að vegna hækkandi verðlags á Íslandi séu þýskir ferðaheildsalar farnir að leita annað. Meira »

Hætta við eða stytta ferðir

25.4. Síðdegis í gær höfðu 42 umsagnir um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára borist til fjárlaganefndar Alþingis, langflestar frá ferðaþjónustufyrirtækjum og einstaklingum. Meira »

Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 18,5%

21.4. Launþegum hér á landi fjölgaði um 8.500 á síðasta ári. Meðalfjöldi launþega var rúm 180 þúsund en um 44% af fjölgun launþega á síðasta ári skýrist af fjölgun starfa í greinum sem snúa að ferðaþjónustu. Meira »

1 milljón óskráðar gistinætur í fyrra

17.4. Seldar gistinætur í fyrra voru ríflega 8,8 milljónir, en þar eru meðtaldar rúmlega 1 milljón óskráðar gistinætur sem voru seldar í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður. Seldum gistinóttum hjá skráðum gististöðum fjölgaði um 20,1% milli ára og fór úr 6,47 milljónum upp í 7,81 milljónir milli ára. Meira »

2.300 bílar í Landmannalaugar á viku

15.4. Þegar mest var að gera síðasta sumar á Fjallabaki fóru um rúmlega 2.300 bílar veginn inn í Landmannalaugar á viku hverri, eða yfir 300 á dag. Árið áður hafði fjöldinn verið rúmlega 1.800 bílar í stærstu vikunum. Meira »

Tæplega helmingur ánægður með fjölgun ferðamanna

11.4. Um 45% Íslendinga eru ánægðir með fjölgun ferðamanna á landinu samkvæmt könnun Maskínu. 16% segjast hins vegar óánægð með fjölgunina og um 40% eru í meðallagi ánægðir. Meira »

Gekk örna sinna við póstkassa bæjarins

4.4. Þorkeli Daníel Eiríkssyni, bónda í Fljótsdal í Fljótshlíð, var ekki skemmt þegar hann leit út um gluggann hjá sér nú síðdegis og sá erlendan ferðamann ganga örna sinna við póstkassann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann verður vitni að ferðamönnum sem „láta vaða“ á landi hans eins og hann orðar það. Meira »

Gisting gæti hækkað um 10,4%

2.4. Ef hækkun virðisaukaskatts á flestar tegundir ferðaþjónustu fer að fullu út í verðlagið má gera ráð fyrir það leiði til þess að verð á gistingu, farþegaflutningum, ferðaskrifstofum og baðstöðum hækki um 10,4%. Meira »

Skapa hættu með hrossaskoðun

21.3. Myndband sem sýnir langa röð bílaleigubíla, sem lögðu út í vegkant beggja vegna vegarins milli Laugarvatns og Geysis í gær til að skoða hross í haga, hefur vakið mikið umtal á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Leiðsögumaðurinn Pétur Gauti Valgeirsson segir þetta vel þekkt vandamál á þessum slóðum. Meira »

Sjálfvirkt landamæraeftirlit í Leifsstöð

17.3. Isavia skrifaði á dögunum undir samning við fyrirtækið secunet um uppsetningu sjálfvirkra landamærahliða á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Upplýsingar eða lokun á Airbnb

16.3. Ekki er boðlegt að erlent fyrirtæki á borð við Airbnb geti neitað stjórnvöldum um upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir eftirlit með starfseminni. „Við eigum að standa í ístaðinu og fá þessar upplýsingar. Annars loka á þetta,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »