Ferðamenn á Íslandi

„Þingvellir væru í rúst“

22.3. Náttúrupassi eða aðgangseyrir við einstaka staði eru tvær leiðir sem bæði stuðla að dreifingu ferðamanna og tekjuöflun. Komugjöld eða gistináttagjald leiða okkur ekki að báðum markmiðum. Þjóðgarðsvörður kvíðir því ef Þingvellir verða settir undir miðlægan sjóð og segir „glápgjaldsumræðuna“ úrelta. Meira »

Meiddist á hendi við Gullfoss

21.3. Ferðamaður þurfti á aðhlynningu að halda eftir að hafa dottið í hálku og meiðst á hendi við Gullfosskaffi í dag.  Meira »

Kosta Ríka stóðst flóðbylgju ferðamanna

16.3. Ferðaþjónustan í Kosta Ríka fór í gegnum ævintýralegt vaxtarskeið þegar ferðamönnum þar fjölgaði að meðaltali um 14% á ári, á árunum 1986 til 1994. Þetta segir Roberto Artavia Loria, varaforseti Social Progress Imperative-stofnunarinnar, sem halda mun fyrirlestur þessa efnis á ráðstefnunni What Works 2017 í Hörpu í apríl. Meira »

Lággjaldafélögum beint til Akureyrar

16.3. Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar leggur til að lággjaldaflugfélögum sem aðeins fljúga til Íslands yfir sumartímann verði beint til Akureyrar gegn lægri lendingargjöldum. Að Keflavíkurvöllur verði þannig aðeins fyrir heilsársflug. Meira »

Flaggað við hættulegar aðstæður

15.3. Ölduspá og viðvörunarkerfi er meðal þess sem felst í sérstöku verkefni sem miðar að því að auka öryggi ferðamanna í Reynisfjöru og Kirkjufjöru en verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í morgun. Meira »

Bann ekki besta lausnin

14.3. „Ég er einfaldlega ekki sammála því að það eigi að banna þetta,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við þeim ummælum Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, að banna ætti Airbnb á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ferðamenn hætt komnir í fjöru

13.3. Hópur erlendra ferðamanna stefndi sér í voða þegar fólk í hópnum hljóp á eftir stórri öldu á Djúpalónssandi síðdegis í dag. Myndir náðust af því þegar alda greip ferðamennina og bar þá langt inn á sandinn. Meira »

Silfru hefur verið lokað

10.3. Ákveðið hefur verið að loka Silfru á Þingvöllum fyrir köfurum um óákveðinn tíma. Ákvörðun um þetta var tekin í kvöld af stjórnendum þjóðgarðsins og öðrum þeim sem málinu tengjast. Þetta er gert í kjölfar banaslyss í Silfru sem varð fyrr í dag. Meira »

Framleiðni eykst í ferðaþjónustunni

9.3. Um helmingur þeirra starfa sem hafa skapast í hagkerfinu frá árinu 2010 má rekja til ferðaþjónustunnar beint eða óbeint. Þá hefur hvert starf innan ferðaþjónustunnar skilað auknum virðisauka og hefur framleiðnin aukist talsvert síðustu ár. Meira »

1 af hverjum 10 bílum bílaleigubílar

9.3. Einn af hverjum tíu bílum hér á landi síðasta sumar var bílaleigubíll. Fjölgaði bílaleigubílum um rúmlega 5 þúsund á árinu og voru þeir 20.847 talsins þegar mest var. Um 85% af flotanum er í eigu 20 stærstu leigufyrirtækjanna á markaðinum og eru 4 stærstu leigurnar með um rúmlega helming flotans Meira »

Ferðamenn án belta

9.3. Ferðamönnum sem aka um Ísland hefur stórfjölgað og samfara því hefur fjöldi umferðarslysa þeirra margfaldast. Samkvæmt upplýsingum Samtaka ferðaþjónustunnar er fjölgun ferðamanna á Íslandi áætluð 20-25% á ári. Meira »

Sætaframboð jókst um 54%

7.3. Ein helsta ástæðan fyrir fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi um 47% í síðasta mánuði er aukið sætaframboð á Keflavíkurflugvelli. Þannig jókst fjöldi flugsæta um 54% í febrúar á flugvellinum frá því í sama mánuði í fyrra. Sætin voru 591.544 talsins en í fyrra voru þau 383.612. Meira »

Brugðust strax við vegna drullusvaðs

20.2. Ferðamenn voru farnir að leita út fyrir stíga við Gullfoss eftir að hluti þeirra breyttist í drullusvað í síðustu viku. Að sögn Lárusar Kjartanssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, var brugðist strax við og enginn skaði var skeður. Meira »

Rannsóknarnefnd ferðaslysa tímabær

15.2. Öryggi ferðamanna hér á landi hefur verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Reglulega berast fréttir af ferðamönnum sem hafa lent hættu eða misalvarlegum slysum. Ferðamálastjóri segir tímbært að lögfesta hlutverk rannsóknarnefndar ferðaslysa til að ná betri tökum á öryggismálum í ferðaþjónustu. Meira »

Ekki nauðsynlegt að vera syndur

13.2. Ekki er nauðsynlegt að vera syndur til að snorkla í 3° heitu vatninu í Silfru á Þingvöllum samkvæmt vefsíðum ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða upp á ferðir þar. Tæplega 50 þúsund manns snorkluðu eða köfuðu á svæðinu í fyrra en 8 fyrirtæki hafa selt ferðir þar. mbl.is var á Þingvöllum í dag. Meira »

Skapa hættu með hrossaskoðun

21.3. Myndband sem sýnir langa röð bílaleigubíla, sem lögðu út í vegkant beggja vegna vegarins milli Laugarvatns og Geysis í gær til að skoða hross í haga, hefur vakið mikið umtal á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Leiðsögumaðurinn Pétur Gauti Valgeirsson segir þetta vel þekkt vandamál á þessum slóðum. Meira »

Sjálfvirkt landamæraeftirlit í Leifsstöð

17.3. Isavia skrifaði á dögunum undir samning við fyrirtækið secunet um uppsetningu sjálfvirkra landamærahliða á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Upplýsingar eða lokun á Airbnb

16.3. Ekki er boðlegt að erlent fyrirtæki á borð við Airbnb geti neitað stjórnvöldum um upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir eftirlit með starfseminni. „Við eigum að standa í ístaðinu og fá þessar upplýsingar. Annars loka á þetta,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Allt of flókið að skrá heimagistingu

16.3. Flækjustigið og kostnaðurinn við skráningu á eign í heimagistingu fælir marga frá því að leigja heimili sitt út til ferðamanna á löglegan hátt að sögn Sölva Melax, formanns Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Skráningin á heimili kostar 42.060 krónur en ekki 8.500 eins og upphaflega stóð til. Meira »

Vilja stækka bannsvæði hópferðabíla

14.3. Stýrihópur, sem skipaður var af umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, hefur lagt til akstursleiðir hópferðabíla og staðsetningar safnastæða í miðborginni. Meira »

161 leyfi fyrir heimagistingu

14.3. Alls hafa 161 sótt um leyfi til að reka heimagistingu frá ársbyrjun þegar nýjar reglur tóku gildi. Þeir sem leigja út heimili sín á Airbnb í allt að 90 daga á ári geta sótt um leyfið. Sé ætlunin að leigja heimili sitt í lengri tíma þarf að sækja um rekstrarleyfi. Örfáir einstaklingar hafa gert það. Meira »

„Köfun felur í sér hættu“

13.3. „Köfun er íþrótt sem felur í sér áhættu og fólk verður að vera meðvitað um hana,“ segir Manchestermaðurinn Phil Borden sem var mættur í Silfru í dag til að kafa en svæðið hafði verið lokað fyrir köfun og snorkl síðan á laugardag. Ekki var að sjá að slysin á svæðinu verði til að draga úr aðsókninni. Meira »

Missti meðvitund í Silfru

10.3. Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri sem var að snorkla í Silfru á Þingvöllum hefur verið fluttur meðvitundarlaus með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Meira »

Íslensku flugfélögin bera uppi vöxtinn

9.3. Frá því að uppsveifla ferðaþjónustunnar hér á landi hófst árið 2011 hefur vöxtur í farþegaflutningum íslensku flugfélaganna tveggja verið meira en tvöfalt hraðari en meðalvöxturinn í heiminum og meira en þrefalt hraðari en vöxturinn í Evrópusambandinu. Meira »

Sjöfaldur íbúafjöldi í heimsókn

9.3. Næsta sumar verður fimmti hver maður hér á landi ferðamaður samkvæmt nýrri spá Íslandsbanka sem reiknar með 2,3 milljónum erlendra gesta á næsta ári. Er þetta þrjátíu prósent fjölgun milli ára og gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þúsund. Væri það enn eitt metið á eftir mörgum metárum. Meira »

Íslenska ríkið helsti gullgrafarinn?

8.3. Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir miklum vonbrigðum með boðaðan niðurskurð í samgönguáætlun. Í tilkynningu frá samtökunum segir að velta megi vöngum um hvort helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar sé íslenska ríkið. Meira »

Ferðamönnum fjölgar um 47,3% í febrúar

6.3. Um 148 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 47.600 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 47,3% milli ára. Meira »

Drukknaði í Silfru

17.2. Bráðabirgðarniðurstaða úr krufningu á líki bandarísks karlmanns á sjötugsaldri, sem lést við yfirborðsköfun í Silfru á sunnudag, liggur fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Fjallað um „norðurljósavanda“ Íslands

14.2. Breska dagblaðið Independent fjallar í kvöld um afskipti lögreglunnar á Suðurnesjum af tveimur erlendum ferðamönnum. Eins og mbl.is greindi frá á föstudag veittu lögreglumenn embættisins bifreið athygli sem ekið var á Reykjanesbraut, við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

„Þvoið ykkur með súpu“

8.2. Gestir í búningsklefum Laugardalslaugar eru vinsamlegast beðnir um að þvo sér með súpu áður en þeir fara ofan í laugina. Svo hljómar skilti sem sett hefur verið upp í klefanum. Þá segir þar enn fremur að boðið sé upp á fría súpu í „sturtuherberginu“. Meira »