Ferðamenn á Íslandi

Brugðust strax við vegna drullusvaðs

20.2. Ferðamenn voru farnir að leita út fyrir stíga við Gullfoss eftir að hluti þeirra breyttist í drullusvað í síðustu viku. Að sögn Lárusar Kjartanssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, var brugðist strax við og enginn skaði var skeður. Meira »

Rannsóknarnefnd ferðaslysa tímabær

15.2. Öryggi ferðamanna hér á landi hefur verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Reglulega berast fréttir af ferðamönnum sem hafa lent hættu eða misalvarlegum slysum. Ferðamálastjóri segir tímbært að lögfesta hlutverk rannsóknarnefndar ferðaslysa til að ná betri tökum á öryggismálum í ferðaþjónustu. Meira »

Ekki nauðsynlegt að vera syndur

13.2. Ekki er nauðsynlegt að vera syndur til að snorkla í 3° heitu vatninu í Silfru á Þingvöllum samkvæmt vefsíðum ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða upp á ferðir þar. Tæplega 50 þúsund manns snorkluðu eða köfuðu á svæðinu í fyrra en 8 fyrirtæki hafa selt ferðir þar. mbl.is var á Þingvöllum í dag. Meira »

75,3% fjölgun ferðamanna í janúar

7.2. Tæplega 136 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 58.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 75,3% milli ára. Meira »

Samstarf við Sanna landvætti ólíklegt

3.2. Sveitarstjóri Rangárþings eystra, Ísólfur Gylfi Pálmason, segir mjög ólíklegt að landeigendur við Seljalandsfoss muni starfa með fyrirtækinu Sannir landvættir sem hefur verið sett á fót. Félagið hyggst bjóða landeigendum ferðamannastaða að stofna með þeim rekstrarfélög utan um uppbyggingu og rekstur þeirra. Meira »

Megi innheimta við ferðamannastaði

2.2. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið undirbýr nú frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Breytingarnar snúa að því að heimila ríkinu og sveitarfélögum að taka bílastæðagjöld í dreifbýli, svo sem við ferðamannastaði. Í dag nær heimildin eingöngu til gjaldtöku í þéttbýli. Meira »

Hótelherbergjum fjölgar um helming

29.1. Gert er ráð fyrir að hótelherbergjum í Reykjavík fjölgi um helming á næstu tveimur til fjórum árum, eða um tæplega 2.400.  Meira »

Vaxi í sátt við náttúru og almenning

11.1. „Það eru mörg verkefni þarna og þetta er auðvitað atvinnuvegur sem vex rosalega hratt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir um framtíð ferðaþjónustunnar en Þórdís Kolbrún er ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar í nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Meira »

„Eru þeir búnir að gleyma okkur?“

6.1. „Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?“ segir David Wilson að hafi farið í gegnum huga sinn og eiginkonu sinnar, Gailu Wilson, eftir að þau urðu viðskila í vélsleðaferð á vegum ferðaþjónustunnar Mountaineers of Iceland í gær. Meira »

Skoða hvernig bæta megi lýsingu

5.1. Rafstrengur, sem liggur að ljósum í gangvegi að bílastæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, er ónýtur. Þetta segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en farþegar hafa kvartað undan ljósleysi á svæðinu. Meira »

Á annað hundrað manns við leitina

5.1. Á annað hundrað björgunarsveitamanna eru nú að hefja leit að erlendu pari á sextugsaldri, sem varð viðskila í skipulagðri hópsleðaferð við sporð Langjökuls. Meira »

Fengi tónleikahaldara til að gráta

31.12. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna hefur farið í norðurljósaferðir síðustu tvö kvöld. Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Kynnisferða, segir ástæðuna meðal annars felast í slæmu veðri að undanförnu. Verkefni á borð við þetta krefjist þá mikillar skipulagningar. Meira »

Spólandi, mannlaus og læstur

27.12. Fjórir léttklæddir ferðamenn frá Singapúr og Malasíu bönkuðu upp á jóladag í sumarbústað Svavars Sigurðssonar og óskuðu eftir aðstoð. Þau höfðu fest bílinn í snjóskafli rétt við bústaðinn. Bíllinn stóð þar mannlaus, spólandi og útvarpið var á fullu. Fólkið hafði læst sig úti. Meira »

Milljónir í spítalann vegna hælisleitenda

15.12. Hundrað milljónum króna verður veitt aukalega til Landspítalans, samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt var fyrir Alþingi í dag. Í frumvarpinu segir að fjárveitingunni sé ætlað að koma til móts við aukið álag, meðal annars vegna fjölda hælisleitenda og erlendra ferðamanna. Meira »

Sleppa pöbbnum vegna Íslandsferðar

5.12. Fyrir ári fengust 196,11 krónur fyrir sterlingspundið en í dag er verðið 142,17 krónur. Þessu finna breskir ferðamenn á Íslandi fyrir sem í fyrra voru um 240 þúsund talsins. Þau Sam og Chloe sem búa í London segjast þurfa að fækka pöbbaferðum til að jafna bókhaldið eftir Íslandsheimsókn sína. Meira »

Drukknaði í Silfru

17.2. Bráðabirgðarniðurstaða úr krufningu á líki bandarísks karlmanns á sjötugsaldri, sem lést við yfirborðsköfun í Silfru á sunnudag, liggur fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Fjallað um „norðurljósavanda“ Íslands

14.2. Breska dagblaðið Independent fjallar í kvöld um afskipti lögreglunnar á Suðurnesjum af tveimur erlendum ferðamönnum. Eins og mbl.is greindi frá á föstudag veittu lögreglumenn embættisins bifreið athygli sem ekið var á Reykjanesbraut, við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

„Þvoið ykkur með súpu“

8.2. Gestir í búningsklefum Laugardalslaugar eru vinsamlegast beðnir um að þvo sér með súpu áður en þeir fara ofan í laugina. Svo hljómar skilti sem sett hefur verið upp í klefanum. Þá segir þar enn fremur að boðið sé upp á fría súpu í „sturtuherberginu“. Meira »

Vill stóraukið eftirlit á þjóðvegum

7.2. Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi og fulltrúi Almannavarna, segir að þjóðvegirnir séu hættulegasti ferðamannastaður landsins og margt þurfi að bæta til að draga úr umferðarslysum ferðamanna. Meira »

Félag til uppbyggingar ferðamannastaða

2.2. Nýtt fyrirtæki var kynnt í dag undir nafninu Sannir landvættir, en það hyggst bjóða landeigendum ferðamannastaða að stofna með þeim rekstrarfélög utan um uppbyggingu, rekstur og gjaldtöku fyrir þjónustu. Felur það meðal annars í sér uppbyggingu á bílastæðum, salernum og fjármögnun uppbyggingar. Meira »

Hafna bótaskyldu vegna vélsleðaferðar

1.2. Áströlsku hjónin sem grófu sig í snjó á Langjökli eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp á vegum Mountaineers of Iceland í byrjun janúar hafa leitað aðstoðar lögmanns til að kanna skaðabótaskyldu fyrirtækisins. Að sögn Árna Helgasonar, lögmanns hjónanna, neita forsvarsmenn Mountaineers of Iceland að svo sé. Meira »

Ánægja ferðamanna á Íslandi dvínar

26.1. Ferðamannapúls Gallup lækkar um 2,1 stig milli mánaða og hefur aldrei mælst lægri. Einkunnin í desember var 80,6 stig af 100 mögulegum en var 82,7 stig í október, en púlsinn byggist á svörum ferðamanna við spurningum að Íslandsferð lokinni. Meira »

Vilja upplifa ævintýri á Íslandi

8.1. Það má ekki gleymast að langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem sækja Ísland heim yfirgefa landið mjög ánægðir með dvöl sína hér á landi. Þetta segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Hún telur vöxtinn í greininni vera fagnaðarefni, þrátt fyrir þær áskoranir sem honum fylgi. Meira »

Ekkert lát á fjölgun ferðamanna

6.1. Athyglisvert er að rýna í tölfræðina yfir mikla og hraða aukningu í komum ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. Alls komu 1.767.726 er­lend­ir ferðamenn hingað til lands á síðasta ári en það eru um 40% pró­sent fleiri en árið 2015. Meira »

Parið er fundið

5.1. Parið, sem leitað hefur verið að við Langjökul í kvöld, er fundið. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is. Meira »

Ferðamönnum fjölgar um 40% á einu ári

5.1. Alls komu 1.767.726 erlendir ferðamenn hingað til lands á síðasta ári, eða rúmlega fjörutíu prósent fleiri en árið 2015, þegar hingað komu 1.261.938 ferðamenn. Næstum jafn margir heimsóttu landið í ágústmánuði og á öllu árinu 2002. Meira »

Gistinóttum fjölgaði um 44%

28.12. Gistinóttum á hótelum hér á landi fjölgaði um 44% í nóvember síðastliðnum, borið saman við nóvember á síðasta ári. Flestar voru gistinæturnar á höfuðborgarsvæðinu, eða 214.500, sem er 33% aukning frá sama mánuði síðasta árs. Meira »

Um 30% gistinátta í landinu óskráð

17.12. „Á sama tíma og hugmyndin er að þrefalda gistináttaskattinn er afar mikilvægt að hafa í huga að um 30% allra gistinátta eru óskráð og stór hluti þeirra því undir yfirborðinu.“ Meira »

Erfiðast að keyra á malarvegum

13.12. Erlendum ferðamönnum sem keyra um landið á bílaleigubíl þykir erfiðast að aka á malarvegum. Vegir á Austurlandi, þar sem einbreiðar brýr er fjölmargar, reyndust þeim einnig erfiðir sem og vegir á Vestfjörðum. Bæta þarf vegakerfið og fræða ferðamenn um akstursskilyrði hér á landi. Meira »

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í ráðhúsið

5.12. Höfuðborgarstofa hefur valið fyrirtækið Guide to Iceland til samstarfs um rekstur sölu og bókunarstarfsemi í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Fyrirtækið hefur samstarf við Höfuðborgarstofu 16. janúar á næsta ári en þá opnar Upplýsingamiðstöð ferðamanna á nýjum stað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »