Áskilja sér rétt til bóta frá borginni

Byggingarreiturinn við Austurhöfn í Reykjavík er milli Geirsgötu og Tryggvagötu, …
Byggingarreiturinn við Austurhöfn í Reykjavík er milli Geirsgötu og Tryggvagötu, við hlið Tollhússins. mbl.is/Rósa Braga

Landbakki, eigandi lóðar á byggingarreit 2 við Austurhöfn og Hörpureit, milli Geirsgötu og Tryggvagötu, gerir alvarlegar athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi Austurhafnar.

Áskilur félagið sér rétt til skaðabóta frá borginni. Byggingarmagn á reitnum var minnkað um 4.500 fermetra vegna færslu á Geirsgötu til suðurs, þar sem nú á að mynda T-gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg.

Landbakki keypti byggingarrétt á lóðinni af Sítusi hf. í apríl í fyrra. Í kaupsamningi var talað um lóð og byggingarrétt fyrir skrifstofubyggingu allt að 14.500 fermetrum auk 1.000 fermetra bílakjallara. Í lok síðasta árs var gildandi skipulagi frá árinu 2006 breytt og byggingarmagnið á reitnum minnkað í 10.000 fermetra. Bílakjallari er áfram 1.000 fermetrar en hámarksfjöldi bílastæða minnkaður úr 414 í 286. Með breyttri tillögu stækkaði til muna reitur 6, sem er gegnt lóð Landbakka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert