Fagna tillögu um að fresta gildistöku laganna

Landmannalaugar.
Landmannalaugar. mbl.is/Rax

Landvernd fagnar tillögu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að fresta gildistöku nýrra laga um náttúruvernd til 1. júlí 2015, í stað þess að fella lögin úr gildi. Að mati Landverndar er þessi niðurstaða í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar.

Í fréttatilkynningu frá Landvernd kemur fram að samtökin lögðu til í umsögn og á fundi með þingnefndinni 17. janúar að farin yrði sáttaleið í þeim anda sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur nú boðað.  Í umsögn Landverndar frá 13. desember segir meðal annars: ,,Þó svo að það sé skýr vilji stjórnar Landverndar að lög nr. 60/2013 taki gildi 1. apríl 2014, þá...er [það] einnig mat stjórnar Landverndar að því markmiði þess frumvarps sem hér er til umræðu … megi ná fram í mun betri sátt ef lög nr. 60/2013 verða ekki felld úr gildi heldur einstakir kaflar þeirra teknir upp og endurskoðaðir.“

Landvernd hvetur til þess að Alþingi fái sem flesta að þeirri vinnu sem framundan er við að leysa úr ágreiningsefnum tengdum lögum um náttúruvernd. Í þeim hópi þurfa m.a. að vera sérfræðingar á sviði náttúruvísinda, fulltrúar náttúruverndar- og útivistarfélaga og aðrir hagsmunaaðilar.

Frétt mbl.is: Lönduðu sátt um náttúruvernd

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert