Söguleg langferð á bíl 1904

Thomsens-bíllinn á ferð sinni á Eyrarbakka 16. júlí 1904.
Thomsens-bíllinn á ferð sinni á Eyrarbakka 16. júlí 1904. mbl.is/Agnes Lund

Frásögn af fyrstu langferðinni á fyrsta bílnum á Íslandi, Thomsens-bílnum, fannst nýlega í Danmörku.

Keyrt var til Stokkseyrar og Eyrarbakka í júlí 1904 og er óhætt að segja að ferðasagan sé athyglisverð í ljósi nútímasamgangna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ditlev Thomsen flutti fyrsta bílinn til Íslands í júní 1904 og fór í þetta ferðalag skömmu síðar, hinn 15. júlí 1904.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert