Taka upp hanskann fyrir kennara

Vér mótmælum allir - stóð m.a. á bolum nemendanna.
Vér mótmælum allir - stóð m.a. á bolum nemendanna.

Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni sýndu stuðning með kennurum sínum í verki í morgun og mættu í skólann í bolum með áletruninni: „VÉR MÓTMÆLUM ALLIR“. Á baki bolanna stóð: „LEIÐRÉTTUM LAUN KENNARA. BÆTUM MENNTAKERFIÐ. VIÐ ERUM FRAMTÍÐIN.“

Það var Nemendafélagið Mímir sem stóð fyrir uppákomunni en með þessu vildu nemendurnir sýna samstöðu með kennurum sínum. Í frétt á vef skólans segir að nemendurnir vilji að laun kennaranna endurspegli mikilvægi starfs þeirra.

Í fréttinni kemur fram að sjá hafi mátt tár á hvarmi sumra kennara þegar þeir litu þennan táknræna gjörning nemenda sinna augum.

Frétt á vef Menntaskólans á Laugarvatni í heild. Þar má einnig sjá fleiri myndir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert