„Núna veit ég hvar þú býrð“

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rannsókn er hafin á hótun um alvarlegar líkamsmeiðingar í garð yfirlögregluþjóns í Seyðisfjarðarumdæmi sem barst í gegnum Facebook. Sýslumaður segir málið litið alvarlegum augum. Fjallað er um málið í frétt Austurfréttar.

„Herra Óskar Bjartmarz, þú réðst á mig eins og svín. Núna veit ég hvar þú býrð... ef ég væri þú færi ég varlega í það að setja bílinn í gang á morgnana.“

Þessi orð birti íbúi á svæðinu á Facebook-síðu sinni í gær. Óskýr mynd fylgdi af víravirki en helst verður ályktað að um sprengju sé að ræða.

Lárus Bjarnason, sýslumaður og lögreglustjóri á Seyðisfirði, staðfesti í samtali við Austurfrétt að embættinu hefði borist tilkynning um málið og að það sé litið alvarlegum augum.

Lárus staðfestir að málið verði rannsakað sem sakamál. Leitað verði til rannsóknardeildar lögreglunnar á Eskifirði þar sem hótunin beinist gegn starfsmanni embættisins á Seyðisfirði. 

Frétt Austurfréttar í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert