Endursmíða Aðalbjörgu RE

Metið er hvað er nýtilegt af Aðalbjörginni RE 5. Farið …
Metið er hvað er nýtilegt af Aðalbjörginni RE 5. Farið er yfir band fyrir band og planka fyrir planka, hvað sleppur og hvað þarf að endurnýja. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Unnið er að því að meta hvernig standa megi að því að varðveita eikarbátinn Aðalbjörgu RE 5, sem smíðaður var í Reykjavík fyrir 80 árum.

Skipasmiðirnir Þorkell Ólafsson og Bjargmundur Grímsson annast það verkefni. Mikið verk er að vinna og gæti kostnaður við endursmíði numið um 100 milljónum.

Í umfjöllun um endursmíðina í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að vonir standi til að skipið fái hlutverk við Reykjavíkurhöfn og sigli með ferðamenn um Sundin blá, eða byggt verði yfir skipið nálægt Víkinni. Á Árbæjarsafn fer Aðalbjörgin ekki aftur, enda vont fyrir eikarbáta að standa úti árum saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert