Vilja rannsókn á styrkjum

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Svandís Svavarsdóttir, hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að hún fari fram á rannsókn og skýrslu frá Ríkisendurskoðun um tæplega 200 milljóna króna styrkveitingar forsætisráðuneytisins til ýmissa verkefna. Fram kemur í fréttatilkynningu að óskin sé borin fram fyrir hönd þingflokka Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og VG.

„Í nýlegum svörum forsætisráðuneytisins við tveim fyrirspurnum kemur fram að undir lok síðasta árs úthlutaði forsætisráðuneytið tæpum 200 milljónum króna til húsfriðunarverkefna, menningartengdra byggðarverkefna, fornleifaverkefna og atvinnuuppbyggingar. Svarið leiðir í ljós óljósa stjórnsýslu og ógagnsæi við úthlutun opinbers fjár og því telja þingflokkarnir tilefni til að óska eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar að málinu,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert