Greiða fyrir að sjá Geysi í dag

Geysissvæðið úr lofti. Um 1000 manns heimsækja svæðið daglega.
Geysissvæðið úr lofti. Um 1000 manns heimsækja svæðið daglega. mbl.is/Rax

„Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta,“ segir Einar Tryggvason, starfsmaður Landeigendafélags Geysis, en þar hefst gjaldtaka fyrir aðgang að svæðinu um kl. 15 í dag. Mesti annatími dagsins í hádeginu verður þá afstaðinn en hægt verður að greiða 600 króna gjaldið á veitingastöðum og verslunum á svæðinu. Gjaldið verður þó einungis innheimt af gestum sem eru orðnir eldri en 17 ára.

Einar segir að alls verði 12-14 afgreiðslukassar á svæðinu svo hægt sé að sinna sölunni. Um 1.000 manns heimsækja náttúruperluna á degi hverjum en enginn aukamannskapur hafi verið fenginn til að standa vaktina í dag. Ákvörðunin um að innheimta gjald á svæðinu hefur verið umdeild og verið gagnrýnd fyrir að eiga sér of stuttan aðdraganda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert