Um tvö þúsund greiddu gjaldið

Um 2.000 manns greiddu aðgangseyri um helgina.
Um 2.000 manns greiddu aðgangseyri um helgina. mbl.is/Kristinn

Ferðamenn í einni rútu á vegum Snæland Grímsson hættu við að skoða Geysi á laugardag eftir að þeir fengu upplýsingar um að þeim væri gert að greiða 600 króna aðgangseyri að svæðinu.

Engu að síður greiddu um 1.000 manns aðgangseyri yfir daginn að sögn Garðars Eiríkssonar, talsmanns landeigenda. Ekki fengust staðfestar tölur yfir fjöldann í gær en áætlanir gera ráð fyrir álíka fjölda.

Garðar segir að gera megi ráð fyrir því að laugardagurinn hafi því skilað landeigendafélaginu um 500 þúsund krónum. „Nokkrir hópar greiddu ekki. Við munum ræða það við forsvarsmenn fyrirtækjanna,“ segir Garðar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert