Líklegt að niðurstaðan verði kærð

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Brynjar Gauti

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að það séu meiri líkur heldur en minni að embættið kæri úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði í dag frá dómi máli saksóknara á hendur Hannesi Smárasyni.

Hannes var ákærður fyrir fjárdrátt í fyrra með því að hafa 25. apríl 2005 sem stjórnarformaður FL Group dregið sér af fjármunum FL Group 2,875 milljarða króna sem hann ráðstafaði til Fons.

Í morgun vísaði dómari málinu frá á þeim grundvelli að þeirri háttsemi sem Hannesi er gefin að sök í ákærunni hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti.

„Þetta er að mínu viti í samræmi við fyrri dómafordæmi,“ sagði Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar, í samtali við mbl.is í morgun. Hann fagnaði niðurstöðunni og sagði að hún hefði ekki átt að koma ákæruvaldinu á óvart. 

Ólafur Þór segir að verið sé að fara yfir niðurstöðu héraðsdóms og í framhaldinu verði tekin afstaða til þess hvort hún verði kærð til Hæstaréttar. Aðspurður segir hann að líkurnar á því séu meiri fremur en minni, niðurstaðan þarf að liggja fyrir á föstudag.

Ákæru á hendur Hannesi vísað frá

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert