Einar jafnar metin hjá Olís

Einar Benediktsson og María Guðmundsdóttir eiginkona hans ánægð á árshátíð …
Einar Benediktsson og María Guðmundsdóttir eiginkona hans ánægð á árshátíð fyrirtækisins á dögunum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á árshátíð Olís, sem haldin var fyrir skömmu, kölluðu starfsmenn Olís forstjóra sinn, Einar Benediktsson og eiginkonu hans, Maríu Guðmundsdóttur, upp á svið.

Tilefnið var að Einar hefur gegnt starfi forstjóra Olís lengst allra í 86 ára sögu félagsins eða í rúmlega 21 ár. Vildu starfsmenn heiðra hann á þessum tímamótum. Einari voru færðar þakkir starfsmanna ásamt áletruðu úri og ennfremur þökkuðu starfsmenn Maríu samfylgdina og færðu henni 21 rós.

Með því að vera komin á 22. árið í sæti forstjóra jafnar Einar met Héðins Valdimarssonar sem fyrstur manna stýrði fyrirtækinu eða í 21 ár alls, það er frá 1927 til 1948. Þeir sem á eftir honum komu hafa setið skemur, Hreinn Pálsson í 18 ár, Önundur Ásgeirsson í 15, Þórður Ásgeirsson í fimm ár og Óli Kr. Sigurðsson sem var forstjóri Olís í sex ár, það er frá 1986 til dánardægurs 1992.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert