Geti leitt til 29% launahækkana

mbl.is/Ómar

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að ef allt gengur eftir eigi nýr kjarasamningur ríkisins við framhaldsskólakennara að geta leitt til 29 prósent hækkkunar á launum framhaldsskólakennara.

„Við sjáum verulegan ávinning fyrir þjóðarbúið með þessum samningi þegar til lengri tíma er litið,“ segir hann og tekur undir orð Magnúsar Pétursson ríkisáttasemjara að um sé að ræða tímamótasamning.

„Já, okkur finnst það að hafa náð þessum áfanga vera veruleg tímamót. En á móti eru þetta líka ákveðin tímamót fyrir kennara. Þetta eru ákveðnar kjarabætur þeim til handa og má þannig segja að þetta sé ábati fyrir báða.“

Launahækkanir í nýja samningnum tengjast breytingum á vinnuskyldu kennara og lengingu skólarársins. Launahækkunin verður 2,8% til að byrja með, en síðan verða hækkanir á samningstímanum.

Gunnar sagði að ef allt gengi eftir ættu þeir að geta orðið 29%. Samningarnar verða nú kynntir og bornir undir félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum.

Að sögn Gunnars verður síðan sérstök atkvæðagreiðsla um vinnufyrirkomulag kennara. „Fyrir lok febrúarmánaðar 2015 þurfa kennarar að vera búnir að greiða sérstaklega atkvæði um nýtt vinnumat.“

Verði þetta nýja vinnufyrirkomulag ekki samþykkt, þá mun samningurinn, sem skrifað var undir í dag, falla úr gildi.

Gunnar þakkaði jafnframt samninganefnd kennara fyrir gott samstarf.

Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar …
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. mbl.is/Ómar
mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert