12 sækja um stöðu fréttastjóra RÚV

Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti.
Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tólf sækja um stöðu fréttastjóra á RÚV, níu karlar og þrjár konur. Níu stjórnunarstörf hjá Ríkisútvarpinu voru auglýst til umsóknar og var listi yfir umsækjendur birtur í dag.

Umsóknarfrestur vegna níu stjórnunarstarfa hjá Ríkisútvarpinu rann út í síðustu viku. Alls bárust á þriðja hundrað umsóknir um þessi störf.

Umsækjendum var gerð grein fyrir því að óskað hefði verið eftir að nöfn þeirra yrðu birt og þeim gefinn kostur á að draga umsókn sína til baka. Nokkrir tugir umsækjenda kusu að gera svo.

Stefnt er að því að vinna hratt og örugglega að því að manna nýja framkvæmdastjórn til að leiða RÚV inn í nýja tíma undir forystu nýs útvarpsstjóra, segir í fréttatilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Þeir sem sækja um fréttastjórastöðuna eru:

Benedikt Sigurðsson, aðstoðarmaður ráðherra
Hanna Lára Kristjánsdóttir
Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður
Hlynur Gauti Sigurðsson, verkefnastjóri
Ingólfur Bjarni Sigfússon, nýmiðlastjóri
Jakob Jóhann Sveinsson, verkfræðinemi
Jóhann Hauksson, fréttamaður
Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður
Pálmi Jónasson, fréttamaður
Rakel Þorbergsdóttir, varafréttastjóri/fréttamaður
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri og fjölmiðlamaður

22 sóttu um stöðu mannauðsstjóra RÚV, 11 um stöðu dagskrárstjóra Rásar 1, 14 um stöðu dagskrárstjóra Sjónvarpsins, 26 um stöðu framkvæmdastjóra samskipta-, þróunar-, og mannauðssviðs, 15 um stöðu skrifstofustjóra RÚV, 28 um stöðu vef- og nýmiðlastjóra, 13 um stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 og 34 um stöðu framkvæmdastjóra rekstrar-, fjármála- og tæknisviðs.

Ríkisútvarpið.
Ríkisútvarpið. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert