Eyrin er gettó Akureyrar

Akureyri ber ekki með sér neinn gettóbrag þegar horft er …
Akureyri ber ekki með sér neinn gettóbrag þegar horft er yfir bæinn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íbúar Eyrarinnar á Akureyri upplifa fordóma í sinn  garð vegna neikvæðrar ímyndar hverfisins, sem hefur orð á sér fyrir að vera nokkurs konar gettó bæjarins. Eyrin sker sig úr öðrum hverfum bæjarins að þessu leyti.

Þetta eru niðurstöður BA ritgerðar Herdísar Helgudóttur, fjölmiðlafræðings við Háskólann á Akureyri, sem fréttavefurinn Vikudagur greinir frá. Ritgerðin ber heitið Oddeyri og ímynd þess: Hvaðan kemur ímyndin og hvar er hana að finna?

Neikvæð ímynd Eyrarinnar birtist á ýmsu vegu, m.a. í skólum og orðum fólks á götunni. Jón Einar Jóhannsson, íbúi Eyrarinnar, segist í samtali við Vikudag hafa fundið síðast fyrir þessu þegar hann var að bíða eftir leigubíl eftir árshátíð Akureyrarbæjar. Hann segir nauðsynlegt að efla ímynd bæjarins.

Sjá nánar á vef Vikudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert