Aflaheimildir greiða kostnað við haustrall

Rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í byrjun sumars og verður …
Rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í byrjun sumars og verður að óbreyttu bundið út árið. Óvissa ríkir með reksturinn á næsta ári. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Heildarkostnaður við haustrall Hafrannsóknastofnunar er áætlaður hátt í tvö hundruð milljónir króna. Vegna rekstrarerfiðleika stofnunarinnar verður rallið í ár fjármagnað með úthlutun á aflaheimildum til stofnunarinnar.

Miðað við þennan kostnað gæti þurft úthlutun á 4-600 þorskígildistonnum til að standa straum af haustrallinu. Unnið er að undirbúningi á útboði á verkefninu og verður það auglýst á næstu vikum.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró, að sjávarútvegsráðuneytið hafi heimilað að þessi leið yrði farin í ár. Í stofnmælingu botnfiska að haustlagi eða haustralli er togað á 387 stöðvum allt í kringum landið á einum mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert