„Mikill titringur í námsmönnum“

María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að titringur …
María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að titringur sé í námsmönnum. Rax / Ragnar Axelsson

„Við höfum ítrekað sagt að verði ekki búið að semja fyrir miðnætti í kvöld, þá verði gripið til aðgerða,“ segir María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Boðað hefur verið til verkfalls kennara og annars háskólamenntaðs stjórnsýslufólks við HÍ á lögbundnum prófatíma dagana 25. apríl til 10. maí nk. og mun starfsfólkið leggja niður störf, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma

María Rut segir að Stúdentaráð HÍ sé nú í startholunum og undirbúi aðgerðir vegna hugsanlegs verkfalls. „Formenn nemendafélaganna eru meðvitaðir um stöðu mála og það er mikill titringur í námsmönnum,“ segir hún í samtali við mbl.is.

„Við sitjum ekki og þegjum. Við munum þrýsta eins vel á og við getum í þessari viku. Því fyrr sem samið er, því minni óvissa. Við leggjum mikið kapp á það verði samið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert