Undanskot frá skatti mest í ferðaþjónustu

Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur.
Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég get staðfest að það eru líkur á töluverðum undanskotum frá skatti í ferðaþjónustu og þau snúa ekki aðeins að gististarfsemi. Miðað við okkar úttektir er ferðaþjónustan sennilega sú atvinnugrein þar sem undanskot eru mest. En ég hef ekki séð skýrsluna sem kynnt var á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og get þess vegna ekki tjáð mig um hana,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.

Í skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins á Bifröst, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, segir að gera megi ráð fyrir að umfang gististarfsemi sem fer ekki í gegnum virðisaukaskattkerfið, það er svört starfsemi, sé um það bil 17% af heildarveltu gististaða í landinu. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að sú fjárhæð sem ætla megi að um sé að ræða sé um 8,6 milljarðar króna.

Skúli segir að ferðaþjónustan sé margþætt og ekki bundin við gististarfsemi. Þar sé einnig um að ræða þætti eins og akstur, veitingastarfsemi og leiðsögn og gildi þar mismunandi reglur um skattheimtu. Undanskot í ferðaþjónustu séu ekki einungis frá virðisaukaskatti heldur einnig frá tekjuskatti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert