Laxveiðileyfi seljast vel og betur en undanfarin ár

Laxveiði í Elliðaánum.
Laxveiði í Elliðaánum. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Vel gengur að selja leyfi í laxveiðiár hérlendis í sumar og er þegar uppselt í nokkrar ár.

Kristinn Ingólfsson, sem er með vefinn veida.is, kynnir þar veiðisvæði og selur veiðileyfi í mörgum ám. „Almennt gengur salan mjög vel,“ segir hann og bætir við að sambönd erlendis skipti mestu máli. Veiðileyfasala innanlands virðist samt ekki vera betri en undanfarin tvö ár.

Veiðifélagið Hreggnasi ehf. er með veiðileyfi í nokkrar ár á sínum snærum. Haraldur Eiríksson sölustjóri segir að sala leyfa hafi gengið mjög vel vegna ásóknar frá útlöndum. Uppselt sé í Grímsá og Svalbarðsá og nánast í Krossá.  Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, er einnig ánægður með gang mála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert