Stolið úr tugum ferðataska

Þótt ferðataskan skili sér heilu á höldnu segir það ekki …
Þótt ferðataskan skili sér heilu á höldnu segir það ekki alltaf alla söguna því stundum er hnuplað úr henni eftir innritun. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Stolið var úr töskum nokkurra tuga íslenskra flugfarþega á síðasta ári, eftir að þeir höfðu innritað sig í flug. Nokkuð algengt er að hnuplað sé úr farangri en ekki er ljóst hvort það gerist frekar á leið til og frá Íslandi, eða milli erlendra flughafna.

Þetta kemur fram á ferðafréttavefnum Túristi.is, sem byggir á upplýsingum frá tryggingafélögunum Sjóvá og Vís. Hjá þeim voru skráðir nokkrir tugir slíkra tjóna á síðasta ári.

Ekki hefur verið greint á hvaða flugleggjum Íslendingar lendi helst í þessu eða hvort þetta loði frekar við sumar flughafnir en aðrar. Á síðasta ári sagði Túristi hinsvegar frá því að sá áfangastaður þar sem Íslendingar eru oftast rændir, miðað við skráningar tryggingafélaga, er Barcelona á Spáni.

Sjá nánar á vef Túristi.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert