Vá nr. 769 bar vænum hrútlömbum

Vá nr-769 bar fyrst á Steinstúni tveimur hrútlömbum.
Vá nr-769 bar fyrst á Steinstúni tveimur hrútlömbum. Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson

Í gærkvöldi bar ærin Vá númer 769 á Steinstúni í Árneshreppi tveimur vænum, hvítum hrútlömbum. Í nótt báru tvær til viðbótar, önnur er tvílembd og hin einlembd.

Að sögn Guðlaugs Ágústssonar bónda gætu fimm ær til viðbótar borið næstu daga. Skýringin er sú að nokkrar kindur sem voru í Munaðarneslandi í haust náðust ekki inn fyrr en í byrjun desember og var hrútur með fénu.

Annars hefst ekki hefðbundinn sauðburður almennt hjá bændum í Árneshreppi fyrr en snemma í maí og að fullu um miðjan maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert