Stórvaxinn ræningi í Breiðamerkurdýpi

Kóngakrabbar
Kóngakrabbar Ljósmynd/NOAA

Kóngakrabbi getur haft slæm áhrif á lífríkið ef hann nær útbreiðslu hér við land, að mati Jörundar Svavarssonar, prófessors í sjávarlíffræði. Einn krabbi kom í humartroll báts í Breiðamerkurdýpi í fyrrinótt og er það fyrsti staðfesti fundur tegundarinnar við landið.

Jörundur segir að þessi fundur þurfi ekki að þýða að tegundin sé komin hingað. Ef fleiri finnist á næstunni sé hætta á að hún sé búin að hasla sér völl.

Kóngakrabbi er Kyrrahafstegund. Rússar fluttu fjölda fullorðinna krabba og lirfa að Kólaskaga á sjöunda áratugnum í þeim tilgangi að koma sér upp nytjastofni. Kóngakrabbinn náði fljótlega útbreiðslu við Norður-Noreg og hefur valdið tjóni á lífríkinu og er á leið suður með Noregi.

Jörundur segir að kóngakrabbinn sé stórvaxinn ræningi sem éti hvað sem er og hafi áhrif á önnur botndýr. Of snemmt sé að fullyrða um áhrifin hér en ef krabbinn næði útbreiðslu við suðurströnd Íslands gæti hann haft áhrif á humarstofninn. 2

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert