Þriggja ára dómur staðfestur

mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem Daði Freyr Kristjánsson hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í október sl. fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot gagnvart tveimur sjö ára stúlkum.

Daði var ákærður fyrir sifskapar- og frelsissviptingarbrot með því að hafa þann 9. janúar 2013 sagt tveimur sjö ára stúlkum að fara inn í bifreið sína við strætóskýli í Árbæ og ekið með þær á afvikinn stað sunnan við hús Morgunblaðsins í Hádegismóum en hleypt þeim síðan út á sama stað og hann sótti þær.

Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa, meðan á framangreindri frelsissviptingu stóð, kysst aðra stúlkuna á kinnina og snert maga og læri þeirra utan klæða.

Daði Freyr játaði brot sitt ský­laust og gaf sig fram við lög­reglu þegar lýst var eft­ir hon­um.

Daði var fundinn sekur um brot gegn 193. gr., 2. mgr. 202. gr. og 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hann var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða hvorri stúlknanna 800.000 krónur í miskabætur auk vaxta, að því er segir í dómi Hæstaréttar.

Daði gaf sig fram við lögreglu og játaði sök fyrir héraðsdómi þar sem hann gekkst greiðlega við brotum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka