37,3% vilja ganga í ESB

AFP

MMR kannaði nýlega afstöðu almennings til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 37,3% hlynnt því að Ísland gengi í Evrópusambandið nú, borið saman við 33,5% í apríl. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 49,5% vera andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið, borið saman við 49,0% í apríl.

Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)?
Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), frekar andvíg(ur), hvorki andvíg(ur) né hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), mjög hlynnt(ur), veit ekki og vil ekki svara.

Samtals tóku 87,9% afstöðu til spurningarinnar.

Smelltu hér til að sjá þróun mælinga á myndrænan hátt

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 963 einstaklingar 
Dagsetning framkvæmdar: 6. til 11. maí 2014

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert