Hjördís ætlar ekki að áfrýja

Hjördís Svan Aðalheiðardóttir hyggst ekki áfrýja dómi danskra dómstóla en hún var dæmd í 18 mánaða fangelsi í Danmörku fyrr á árinu vegna brots á umgengnisrétti föður dætra hennar þriggja og brottnám þeirra frá landinu til Íslands.

Haft er eftir Thomas Berg, lögmanni Hjördísar, á fréttavef Ríkisútvarpsins að Hjördís hafa komist að þessari niðurstöðu þar sem tekið hefði 3-4 mánuði að fá endanlegan dóm í málinu. Hún vilji komast sem fyrst til Íslands til að afplána dóm sinn hér á landi. Þar spili inn í að dætur hennar eru enn hér á landi og Hjördís vilji reyna að koma í veg fyrir að þær verði sendar til Danmerkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka