Bráðageðdeild tekin í notkun

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, prófaði borðtennisborð deildarinnar í dag.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, prófaði borðtennisborð deildarinnar í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ný bráðageðdeild Landspítalans, 32C, var formlega tekin í notkun í dag. Deildin hefur þegar verið tekin í notkun en þar munu sjúklingar sem eru í alvarlegu geðrof, eru órólegir eða hættulegir sjálfum sér og öðrum dvelja.

„Þetta er áfangi sem við erum að reka smiðshöggið á og hefur þetta tekið tvö ár,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala í samtali við mbl.is. Hún segir að nokkurn tíma hafi tekið að koma húsnæðinu í stand og þá hafi einnig þurft að þjálfa starfsfólk fyrir deildina. Erlendir sérfræðingar voru starfsfólki spítalans innan handar og sáu um þjálfun þess.

María segir að áður hafi verið fjórar móttökugeðdeildir, þar af ein sem sérhæfir sig í tvígreiningum, bæði fíknivanda og geðsjúkdómum. „Við tókum eina af hinum þremur og breyttum í bráðageðdeild. Við fækkum rúmum svo fólkið hafi meira rými og aukum sérhæfinguna.“

Sjúklingarnir sem dvelja á bráðageðdeildinni geta til að mynda verið í alvarlegu geðrofi, órólegir og/eða hættulegir sjálfum sér eða öðrum. María segir jákvætt að geta boðið upp á bráðageðdeild samhliða hinum þremur.

Upp hafi komið tilvik þar sem mæður sem þurftu að dvelja á geðdeild með nýfædd börn hafi dvalið á sömu deild og einstaklingar sem ef til vill voru í alvarlegu geðrofi.

Velferðarráðuneytið styrkti framkvæmdirnar og þá söfnuðust 40 milljónir í átakinu Á allra vörum á síðasta ári. 

Bráðageðdeild 32C var formlega tekin í notkun í dag.
Bráðageðdeild 32C var formlega tekin í notkun í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Bráðageðdeild 32C.
Bráðageðdeild 32C. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert