Síminn hyggst rukka fyrir alla notkun

Síminn telur innlenda notkun
Síminn telur innlenda notkun Kristinn Ingvarsson

Gagnanotkun viðskiptavina Símans kemur til með að mælast um þrefalt meiri en áður þar sem fyrirtækið hyggst fara rukka fyrir innlenda internetnotkun og allt upp- og niðurhal. Síminn taldi áður aðeins það gagnamagn sem sótt var erlendis frá. Á sama tíma hyggst Síminn hækka verð á áskriftarleiðum sínum.

Í tilkynningu á vefsvæði Símans segir að Síminn ætli að auka gagnsæi „með því að gjaldfæra fyrir alla internetnotkun frá septembermánuði. Breytingin felur í sér að í stað þess að telja eingöngu gagnamagn sem sótt er erlendis frá verður allt internetgagnamagn talið, sem og upp- og niðurhal.“

Þá segir að breytt mæling miði að því að mismuna ekki netnotendum eftir því hvar þeir eru og hvert þeir sæki efni á netinu.

Til að koma til móts við viðskiptavini stækkar Síminn gagnamagnspakka sína en hækkar um leið verðið á þeim. „Grunnpakkinn mun frá 1. júlí innihalda 15 GB en hafði áður aðeins 1 GB. Stærð hans fimmtánfaldast. Tíu GB leiðin ríflega sjöfaldast og verður 75 GB. Bæði 50 GB og 100 GB leiðirnar þrefaldast og verða annars vegar 150 GB og hins vegar 300 GB. Og sú stærsta sem áður var 200 GB verður 600 GB.  Þessi pakki verður sá stærsti sem Síminn hefur boðið og hingað til séð á fjarskiptamarkaðnum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert