35 þúsund hafa sótt um leiðréttingu

Margir óska eftir leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána.
Margir óska eftir leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Borist hafa 34.835 formlegar umsóknir til embættis ríkisskattstjóra frá 53.600 einstaklingum um leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána.

Þá hafa borist 3.924 umsóknir um að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði inn á fasteignalán. Til viðbótar er 3.851 umsókn þar sem farið hefur verið inn í kerfið en umsókninni ekki lokið. Heimasíða leiðréttingarinnar, leidretting.is, hefur verið heimsótt af tæplega 78 þúsund gestum.

Í Morgunblaðinu í dag segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, skuldaleiðréttinguna fara vel af stað. „Umsóknarferlið vegna séreignarlífeyrissparnaðarins er flóknara ferli þannig að það er eðlilegt að fólk fari þar tvisvar sinnum inn,“ segir Skúli Eggert og bætir við að umsóknirnar komi frá samtals 100 löndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert