Stefnir í blauta lýðveldishátíð

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta byrjar ágætlega en fer svo að rigna vestantil seinnipartinn,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is spurð út í veðrið á morgun þegar landsmenn fagna 17. júní.

Hún segist reikna með að helst verði þurrt á Norðvesturlandi. Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Þar megi þó búast við þokulofti. Síðan verði ágætt veður á Norður- og Austurlandi. Jafnvel sól en þar þykkni hins vegar upp annað kvöld með rigningu. Austurlandið gæti sloppið betur.

„En það er spáð rigningu í flestum landshlutum,“ segir hún. Hiti verði á bilinu 10-20 stig með svipuðum hætti og í dag. „Það er mjög hlýtt með þessu. Það fer ekki að kólna fyrr en síðar í vikunni og það er lítill vindur sem fylgir þessu þannig að fólki er alveg vel vært úti við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert