Makríllinn er farinn að gefa sig sunnan við land

Álsey VE kemur til Vestmannaeyja.
Álsey VE kemur til Vestmannaeyja. mbl.is/Sigurgeir

„Við erum að dæla núna alveg spriklandi draumamakríl,“ sagði Jón Axelsson, skipstjóri á Álsey VE-2, um miðjan dag í gær. Skipið var þá að veiðum um 70 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum.

Rjómablíða var á miðunum og sagði Jón að þeir hefðu séð mikið af vaðandi makríl á Kötlugrunni í fyrrinótt. Landa átti makrílnum til vinnslu í Vestmannaeyjum í dag.

Jóel Þórðarson, skipstjóri á frystitogaranum Guðmundi í Nesi RE-13, sagði að makríllinn væri mun fyrr á ferðinni nú en í fyrra. Þeir væru að fá fínasta fisk miðað við árstíma, makríllinn hefði verið lakari á sama tíma í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert