Guardian fjallar um mál Harriet

Stúlkur á Íslandi mega til dæmis heita Arney, Ásfríður, Bebba, …
Stúlkur á Íslandi mega til dæmis heita Arney, Ásfríður, Bebba, Brá, Obba, Úranía en ekki Harriet. mbl.is/Golli

Mál Harriet Cardew, tíu ára stúlku sem neitað var um vegabréf þar sem nafn hennar hefur ekki verið samþykkt af mannanafnanefnd, hefur nú ratað í erlenda fjölmiðla. Guardian fjallar um málið.

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að á Íslandi geti stúlkur til að mynda heitið Arney, Ásfríður, Bebba, Brá, Obba, Úranía eða Sigurfljóð. Þær mega samt ekki heita Harriet, líkt og stúlkan sem vill nú endurnýja íslenska vegabréfið sitt svo hún komist í frí til Frakklands ásamt fjölskyldu sinni.

Atburðarrás málsins er rakin í fréttinni, en Vísir greindi fyrst frá málinu. For­eldr­ar stúlk­unn­ar hafa kært ákvörðun Þjóðskrár Íslands, að neita Harriet um vega­bréf, til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Samkvæmt frétt Vísis hefur Harriet nú fengið neyðarvegabréf frá breska sendiráðinu svo hún komist í ferðalagið ásamt fjölskyldu sinni.

Sam­kvæmt þjóðskrá eru lög­in skýr, og ekki er heim­ilt að gefa út vega­bréf til aðila sem ekki hef­ur verið gefið nafn í þjóðskrá. Er það breytt verklag frá því sem áður var, því Harriet hef­ur áður fengið út­gefið vega­bréf, sem rann út í apríl á þessu ári. 

Krístín Car­dew, móðir Harriet, sagði í sam­tali við mbl.is í dag að það sé þetta breytta verklag sem þau kæra til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Telja þau að breyt­ing á fram­kvæmd­inni krefj­ist breyt­ing­ar á lög­un­um að reglu­gerðin sem vísað er til í synj­un­inni hafi ekki nægi­lega laga­stoð til þess að hægt sé að byggja synj­un á henni.

Fréttir mbl.is um málið: 

Hafnaði nöfn­un­um árið 2010

Kærðu synjun Harriet

Vís­ir greindi fyrst frá mál­inu.

Frétt The Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert