Kujan hleypur ekki í dag

Ofurhlauparinn René Kajun
Ofurhlauparinn René Kajun

Tékkneski hlauparinn René Kuj­an, sem hleypur nú þvert yfir landið frá austri til vesturs, mun ekki hlaupa í dag vegna veðurs. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hlauparans. Segir jafnframt að Kujan sé ekki sáttur með þessa ákvörðun en að honum hafi hreinlega verið bannað að hlaupa vegna veðursins.

Kujan fór af stað 17. júní sl. á Gerpi, aust­asta stað lands­ins. Nú er hann stadd­ur á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Kujan hljóp 43 km í gær í mjög slæmu veðri en samkvæmt Facebook síðunni var vindur á tímabili 25 metrar á sekúndu.

Hlauparinn er nú staddur á sunnanverðum Vestfjörðum en hann gisti í Bjarkalundi í nótt. 

Kuj­an hleyp­ur til styrkt­ar Íþrótta­sam­bands fatlaðra og End­ur­hæf­ing­armiðstöðvar Grens­áss. 

Hér er hægt að fylgjast með hlaupinu. 

Frétt mbl.is: Hleypur þvert yfir landið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert