Nái víðtækari sátt um launaþróun

Fjölmargar kjaradeilur hafa endað á borði ríkissáttasemjara upp á síðkastið.
Fjölmargar kjaradeilur hafa endað á borði ríkissáttasemjara upp á síðkastið. mbl.is/Golli

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson vinnumarkaðsfræðingur segir að kjarabætur þeirra hagsmunahópa launþega, sem telja sig ekki bundna af kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, geti komið þeim samningum í uppnám.

Í hádegisfréttum á Rás 2 benti Gylfi Dalmann á að margir hópar launþegar, hvort sem er á opinbera eða almenna vinnumarkaðinum, teldi sig ekki skuldbundna af samningum ASÍ og SA.

Þetta hefur kannski sett þá ASÍ-samningana í uppnám,“ sagði hann og bætti við. „Það mætti kannski huga að því þegar menn líta til fortíðar með þjóðarsáttarsamningana 1990, þegar það var virkilega þjóðarsátt við gerð kjarasamninga. En þessir samningar áttu að móta kjarastefnu á íslenskum vinnumarkaði, sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins gerðu, náði ekki til annarra félaga en ASÍ-félagana.“

Hann sagði það vera mikilvægt að náð yrði víðtækari sátt um launaþróun þannig að langtímasamningar næðust fyrir aðildarfélög ASÍ. Mikilvægt væri að sá fjölmenni hópur semdi til langs tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert