Arnarstofninn ekki verið stærri í 100 ár

Íslenskur haförn á flugi.
Íslenskur haförn á flugi. mbl.is/Golli

Arnaróðul í ábúð eru nú talin 73, þar af urpu 48 pör og 31 þeirra er nú með alls 38 unga. Hefur stofninn ekki mælst eins stór í 100 ár, eða allt frá því að örninn var friðaður árið 1914.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson segir að um aldamótin 1900 hafi örnum byrjað að fækka mikið vegna ofsókna og eiturútburðar.

„Upp úr 1960 voru hér aðeins 20 pör og kom um og innan við helmingur þeirra upp ungum þegar best lét,“ segir Kristinn í umfjöllun um viðkomu arnarstofnsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert