Ríkið dæmt bótaskylt fyrir ökklabrot í leikfimitíma

Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík. wikipedia.org

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna slyss sem átti sér stað í leikfimitíma í Menntaskólanum í Reykjavík í mars 2008.

Nemandi við skólann ökklabrotnaði þá í knattspyrnuleik í Hljómskálagarði, en í dóminum segir að hált hafi verið í garðinum þennan dag auk þess sem hann hafi verið holóttur og mishæðóttur.

Gerði nemandinn bótakröfu á hendur ríkinu á þeim grundvelli að það bæri ábyrgð á rekstri menntaskólans samkvæmt lögum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert