500 vildu leigja eina íbúð

Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ væru …
Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ væru að lengjast. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Dæmi eru um að stórir leigusalar fari fram á 30% hækkun á húsaleigu þegar þeir yfirtaka íbúðir sem eru á leigumarkaðnum.

Þetta fullyrðir Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi í Morgunblaðinu í dag. „Leigufélögin treysta á að fólk í íbúðunum samþykki þessa hækkun enda ekkert annað í boði. Þetta er löglegt en siðferðislega held ég að þetta sé rangt,“ segir Jóhann.

Hann nefnir sem dæmi um skortinn að 500 einstaklingar hafi sýnt leigu á einstökum íbúðum áhuga. „Stóru leigufélögin hafa spilað inn á þann skort sem er á leigumarkaði. Þau kaupa jafnvel eignir á yfirverði. Til þess að fá ávöxtunina til baka láta þau leigutakann borga fyrir það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert