Björgvin ráðinn sveitarstjóri

Björgvin Guðni Sigurðsson
Björgvin Guðni Sigurðsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgvin Guðni Sigurðsson, fyrrverandi alþingismaður fyrir Samfylkinguna, var í dag ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps.

Egill Sigurðsson, bóndi og oddviti, segir í viðtali við mbl.is að hann vænti góðs af Björgvini enda hafi hann mikla reynslu í stjórnsýslu.

Til gamans má geta að Björgvin var fyrsti þingmaður Sunnlendinga um árabil.

22 sóttu um starfið en tveir drógu umsókn sína til baka og því voru tuttugu umsóknir eftir sem valið var úr.

Egill segir að til að byrja með verði hann einungis í 70% starfi enda sé sveitarstjórnin að stíga sín fyrstu skref í þessum málum en oddviti hefur hingað til gegnt starfi sveitarstjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert