Leita vitna að árás í Rimahverfi

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um árás á annan tug ungmenna á mann í Rimahverfi um ellefuleytið á laugardagskvöldið að hafa samband við lögreglustöðina við Vínlandsleið, en rannsókn árásarinnar er á frumstigi, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Ráðist var á manninn, sem er á fer­tugs­aldri, í Rima­hverfinu í Grafarvoginum og að hans sögn voru árásarmennirnir yfir tíu talsins, allt ungir menn. Börðu þeir hann með golfkylfum um ell­efu­leytið í gær­kvöldi. Maður­inn er með fjöl­marga áverka víðs veg­ar um skrokk­inn og blæddi í gegn­um bol sem hann var í og einnig var hann með sprungna vör. Hann er ekki í lífshættu.

Dreng­irn­ir, sem all­ir voru farn­ir þegar lög­regla kom á vett­vang, höfðu einnig brotið rúðu í húsi sem maður­inn var við. 

Börðu mann með golfkylfum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert