Ásta með 1,6 milljónir á mánuði

Ásta Stefánsdóttir.
Ásta Stefánsdóttir. mbl.is

Á fundi bæjarráðs Árborgar, sem haldinn var í morgun, kom fram að heildarlaun Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og bæjarfulltrúa, eru 1.600.000 kr. á mánuði. Fjallað var um ráðningarsamning hennar á fundinum. Dfs.is greinir frá þessu.

Ráðningarsamningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæði bæjarfulltrúa S-lista.

Sjá ýtarlega frétt Dfs.is um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert