„Myndi fara varlega í það“

Fara þarf varlega við innflutning á fersku kjöti til landsins og gæta þess að það standist alla staðla og reglur um heilbrigði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli viðmælenda mbl.is í dag. Flestir voru þeir þó sammála um að slíkan innflutning ætti að leyfa. 

Undanfarið hefur mögulegur innflutningur á fersku kjöti til landsins verið nokkuð í umræðunni. Verslunarkeðjan Costco hefur lýst yfir áhuga á að flytja inn bandarískt kjöt auk þess sem fyrirtækið Ferskar kjötvörur hefur stefnt fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra fyrir að meina fyrirtækinu að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því m.a. yfir í ræðu á miðstjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins síðastliðinn föstu­dag að 99% af kjöti sem fram­leitt væri í verk­smiðju­bú­um í Banda­ríkj­un­um væri stera­kjöt, sprautað með ýmiss kon­ar horm­ón­um til þess að láta skepn-urn­ar vaxa hraðar.

Talsmaður bandaríska sendiráðsins ítrekaði í kjölfar ummælanna að bandarískt kjöt og kjöt-vörur væru heilbrigðar vörur. Jafnframt kom fram í bæk­lingi frá banda­rísku neyt­enda­sam­tök­un­um að banda­ríska versl­un­ar­keðjan Costco byði neyt­end­um upp á kjöt af dýr­um sem ekki væru sprautuð með sýkla­lyfj­um. Raun­ar ætti þetta við um ell­efu af þrett­án stærstu versl­un­ar­keðjum Banda­ríkj­anna. 

Fréttir mbl.is:

Segir bandarískt kjöt örugga vöru

Vilja flytja inn ferskt nautakjöt

Umræðan um Framsókn nýr lágpunktur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka