Hlaut spörk í andlitið

Mynd/AFP

Knattspyrnumaðurinn sem flogið var með á sjúkrahús eftir átök í knattspyrnuleik á milli Snæfellsness og Sindra frá Hornafirði í 2. flokki karla meiddist þegar sparkað var í höfuðið á honum eftir að hann var sleginn niður. Ástand hans er eftir atvikum. 

Pilturinn sem slasaðist er leikmaður Snæfellsness. Leikmaður Sindra á samkvæmt heimildum mbl.is að hafa slegið hann hnefahöggi og sparkað í höfuð hans þar sem hann lá á jörðinni. Nú er verið að taka skýrslur af leikmönnum og beðið er eftir lögreglufulltrúa frá Akranesi sem á að aðstoða við rannsóknina. 

Sjá frétt mbl.is: Fluttur með þyrlu eftir slagsmál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert