Ekki lengur haldið sofandi eftir árás

Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði. Þorkell Þorkelsson

Maðurinn sem ráðist var á aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí sl. í Grundarfirði verður útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítala í dag. Honum var haldið sofandi en hefur nú verið vakinn, að sögn vakthafandi læknis.

Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og slasaðist alvarlega þegar tveir menn ráðust á hann á bryggju í Grundarfirði. Á myndbandi sem tekið var með eftirlitsmyndavél við höfnina sést meðal annars að annar árásarmaðurinn veitt fórnarlambinu högg sem leiddi til þess að maðurinn féll á bryggjuna.

Hinn árás­armaður­inn sett­ist þá klof­vega yfir þann sem varð fyr­ir högg­inu, þar sem hann lá óvíg­ur og hreyf­ing­ar­laus, og veitti hon­um tvö högg með hægri hendi.

Þeir hættu ekki fyrr en þriðji aðili kom frá bátn­um, sem þeir höfðu komið frá, og kallaði menn­ina til sín. Þegar lög­regla kom á vett­vang var stór blóðpoll­ur á jörðinni þar sem höfuð manns­ins hafði legið.

Hæstiréttur staðfesti á mánudag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir árásarmönnunum tveimur. 

Frétt mbl.is: Settist klofvega yfir óvígan og kýldi. 

Frétt mbl.is: Í haldi vegna rannsóknarhagsmuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert