Strandveiðarnar gengið vel í sumar

Strandveiðar frá Hafnarfirði
Strandveiðar frá Hafnarfirði mbl.is/Ómar Óskarsson

Strandveiðar fara vel af stað í ágúst og eftir tvo veiðidaga hefur alls veiðst 401 tonn af fiski, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda. Fjöldi landana er 779 og því er meðalafli úr róðri 514 kg.

Aflahæsti báturinn á landsvísu, það sem af er sumri, er Hulda SF en hún hefur landað rúmum 35 tonnum eftir 45 róðra á svæði D. Skipstjóri bátsins og eigandi er Hólmar Unnsteinsson en hann gerir út frá Hornafirði.

Á svæði A er Kári BA aflahæstur en 23 róðrar hafa skilað honum alls tæpum átján tonnum. Ásdís ÓF er aflahæsti báturinn á svæði B þar sem rúmlega 31 tonn hefur komið í land eftir 39 róðra. Birta SU hefur skilað mestum afla á svæði C, en 44 róðrar hafa skilað tæpum 33 tonnum til hafnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert