„Erum öll í ótrúlega góðu formi“

Liðsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu láta ekki einfalt hlaup duga í Reykjavíkurmaraþoninu, heldur hyggjast þeir ýta á undan sér fólki í sérútbúnum hjólastólum heila tíu kílómetra. Þetta hafa þeir gert undanfarin ár og safna nú áheitum fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.

Þeir segja slökkviliðsmenn jafnan þurfa að vera í góðu formi til að sinna sínum störfum og slíkt hlaup krefjist því ekki sérstakra æfinga. 

Hægt er að heita á slökkviliðið á vefsíðu Hlaupastyrks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert