Ríkisstofnanir þöndust út

Fjárheimildir vegna ýmissa verkefna utanríkisráðuneytisins nam 287% 2007 til 2012.
Fjárheimildir vegna ýmissa verkefna utanríkisráðuneytisins nam 287% 2007 til 2012. mbl.is/Hjörtur

Fjárheimildir til fjölda ríkisstofnana hækkuðu í mörgun tilfellum um meira en 50% á árunum 2007 til 2012. Tímabilið spannar 72 mánuði og heyrir þar af 51 mánuður undir samdráttarskeiðið mikla frá því að efnahagshrunið varð haustið 2008.

Þetta má lesa út úr samantekt Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og eins fjögurra fulltrúa í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Hann segir þetta sýna að ekki hafi verið eingöngu forgangsraðað í þágu grunnþjónustu eins og haldið hafi verið fram.

„Það kom manni á óvart þegar maður fór yfir þessar tölur að sjá sérstaka áherslu á utanríkisþjónustuna og vissar undirstofnanir umhverfisráðuneytisins og eftirlitsstofnanirnar. Þær koma oft mun betur út úr þessu heldur en heilbrigðisþjónustan,“ segir Guðlaugur Þór í Morgunblaðinu í dag. Má í því efni nefna að hækkun fjárheimilda vegna ýmissa verkefna utanríkisráðuneytisins nam 287% á tímabilinu frá 2007 til 2012. Þá nam hækkunin hjá Jafnréttisstofu 94%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert