Slökkvilið kallað út í Vesturbæinn

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar

Slökkvilið var kallað út síðdegis í dag eftir að tilkynning barst um svartan reyk í húsi einu í Vesturbænum. Var viðbúnaður slökkviliðsins töluverður, en til marks um það var Hringbraut, á milli Hofsvallagötu og Birkimels, lokuð um tíma. 

Hins vegar fór betur en á horfðist. Það kom á daginn að einn íbúi hafði kveikt upp í arninum hjá sér og var allt í stakasta lagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert