„Einhverjir dópistar að kveikja í"

Guðmundur Árnason, sem bjargaði sér úr brennandi húsi í morgun með því að stökkva út um glugga, segist halda að um íkveikju hafi verið að ræða. Hann segir að sér hafi ekki orðið meint af fallinu en Stefnir Snorrason, varðstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir að Guðmundur og tveir aðrir drengir sem hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp hafi verið í mikilli hættu.

Nágrannar sem mbl.is ræddi við segja að mikil óregla hafi verið í tengslum við húsið, sem er mikið skemmt, og að lögreglan hafi oft komið til að hafa afskipti af fólki þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert