Lögreglan á leið á skjálftasvæðið

Mynd/Una Sighvatsdóttir

Fulltrúar lögreglu eru nú á leið að svæðinu norðan Dyngjujökuls sem ákveðið hefur verið að rýma. Munu þeir vinna að því, í samstarfi við landverði, að gera fólki viðvart og sjá til þess að það komist af svæðinu. 

Að sögn lögreglunnar á Húsavík verður öllum leiðum sem liggja að Dyngjujökli lokað og er aðallega um tvær leiðir að ræða. Annars vegar Gæsavatnaleið úr suðri, sem raunar hefur þegar verið lokuð í dag, og hins vegar leiðin upp í Kverkfjöll úr Möðrudal frá þjóðvegi 1. 

Lögreglan hefur ekki nákvæmar tölur yfir fjölda manna á svæðinu, en lausleg ágiskun segir um 100-150 manns. 

Í gær kom fram í frétt mbl.is að nærri 200 manns voru þá á skjálftasvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert