Flug bannað innan þriggja sjómílna

Eldgos í Holuhrauni
Eldgos í Holuhrauni Elín Esther

Samgöngustofa hefur minnkað haftasvæðið úr tíu sjómílum umhverfis eldstöðina í þrjár sjómílur, en það nær enn upp í 5.000 fet yfir jörðu. Þetta kemur fram í frétt á vef ISAVIA. Innan haftasvæðis er öll flugumferð bönnuð utan vísindaflugs Landhelgisgæslunnar.

Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs er enn hið sama og í uppfærslu sem send var klukkan 05:00 í morgun eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Uppfært: Veðurstofa Íslands hefur lækkað litakóða fyrir flug yfir Bárðabungu úr rauðu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist í lofthjúpinn.

Vefur ISAVIA

Ljósmynd/Vefur ISAVIA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert